Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 20. október 2002 kl. 10:55

Golf í norðan garra!

Nær eitthundrað kylfingar tóku þátt í haustmóti Golfklúbbs Suðurnesja á Hólmsvelli í Leiru í gær þrátt fyrir norðan garra og kulda. Hólmsvöllur skarar enn sínu fegursta eftir milt haustveður og kylfingar landsins eru enn hungraðir í meira golf. Vegna kuldans mátti sjá golfara meira klædda en vanalega. Allir voru dúðaðir með húfur og vettlinga og í góðum kuldagöllum. Skorið var furðugott.Hafnfirðingurinn og íþróttagarpurinn Guðmundur Karlsson kom sá og sigraði í Leiru-logninu. Hann lék fantafínt golf við erfiðar aðstæður og skilaði 37 punktum en Guðmundur er góður kylfingur, með 8 í forgjöf.

Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Samt Hola F9 S9 Samt H1

1. Guðmundur Karlsson GK 8 F 17 20 37 37 37

2. Guðmundur J Guðmundsson GS 16 F 17 19 36 36 36

3. Leópold Sveinsson GK 11 F 19 17 36 36 36

4. Jón Ingi Jónsson GS 19 F 14 21 35 35 35

5. Hrafn Sabír Khan GKG 18 F 17 18 35 35 35
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024