Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður útisigur hjá Grindvíkingum
Alex Freyr Hilmarsson skoraði sigurmark Grindvíkinga.
Fimmtudagur 3. júlí 2014 kl. 09:20

Góður útisigur hjá Grindvíkingum

Komnir úr fallsæti

Grindvíkingar gerðu góða ferð norður á Akureyri, þar sem þeir báru sigurorð af KA-mönnum í 1. deild karla í knattspyrnu. Niðurstaða leiksins 1-2 en leikurinn einkenndist af mikilli baráttu.

Grindvíkingar náðu forystu með marki frá Magnúsi Björgvinssyni undir lok fyrri hálfleiks. Heimamenn jöfnuðu metin í upphafi seinni hálfleiks, en þar var að verki fyrrum leikmaður Grindavíkur, Jóhann Helgason. Það var svo 20 mínútum fyrir leikslok á Grindvíkingar tryggðu sér sigurinn en þá skoraði miðjumaðurinn Alex Freyr Hilmarsson. Með sigrinum komu Grindvíkingar sér úr fallsæti, en þeir sitja núna í 10. sæti með átta stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024