Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður útisigur Grindvíkinga
Ú leik Grindavík og KR á dögunum
Föstudagur 18. maí 2018 kl. 21:24

Góður útisigur Grindvíkinga

Grindavík heimsótti Víking í kvöld í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, leiknum lauk með sigri Grindavíkur 1-0. Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur gerði nokkrar breytingar á liði sínu frá síðasta leik gegn KR en Will Daniels var ekki í hóp og Jón Ingason var í byrjunarliðinu. Jóhann Helgi Hannesson var einnig ekki í hópnum og nýji framherji Grindavíkur, Sito kom inn í hópinn.

Bæði lið sóttu á fyrstu mínútum leiksins og nokkur dauðafæri litu dagsins ljós, Matthías Örn Friðriksson, leikmaður Grindavíkur meiddist á 36. mínútu og kom Brynjar Ásgeir Guðmundsson inn á í hans stað. Á 45. mínútu skoraði Aron Jóhannsson fyrir Grindavík eftir stoðsendingu frá Nemanja Latinovic, Grindavík keyrði í skyndisókn eftir hornspyrnu frá Víkingum og úr henni varð fyrsta mark leiksins. Hálfleikstölur voru 1-0 fyrir gestina úr Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í byrjun hálfleiks sóttu bæði lið að marki hvors annar án þess þó að ná að skapa sér almennilega færi. Alexander Veigar Þórarinsson kom inn á fyrir Sito á 64. mínútu en Alexander hefur verið að jafna sig eftir meiðsli og er loksins mættur aftur á völlinn. Grindavík stóð þétt í vörninni þegar líða tók á seinni hálfleikinn og náðu Víkingar ekki að skapa sér mörg færi. Grindavík gerði síðustu skiptingu sína á 78. mínútu þegar markaskorarinn  Aron Jóhannson fór út af og Juanma Ortiz kom inn á.

Juanma Ortiz fékk gult spjald á 87. mínútu en fleira gerðist ekki í leiknum og Grindavík nældi sér í góðan útisigur í Víkinni og er komið með sjö stig eftir fjórar umferðir í Pepsi-deildinni.