Góður útisigur Grindavíkur
Grindvíkingar styrktu stöðu sína í botnbaráttu Landsbankadeildarinnar með sigri á Fylki í Árbænum í kvöld, 0-1.
Eina mark leiksins skoraði Alexander Veigar Þórarinsson á 17. mínútu, en þetta fyrsta mark Alexanders í efstu deild verð til eftir frábæran undirbúing Scott Ramsey. Skotinn fljúgandi lék á Val Fannar Gíslason, komst inn í teig og skaut knettinum í stöng þaðan sem Alexander afgreiddi hann í netið.
Þetta reyndist eina mark leiksins þó Fylkismenn hafi gert nokkrar atlögur að marki gestanna og m.a. átt skot í stöng í seinni hálfleik.
Grindvíkingar eru nú í 9. sæti af 12 í deildinni, en þeir komust upp fyrir Fylkismenn, á markamun að vísu, með þessum sigri og hafa verið að sækja verulega í sig veðrið að undanförnu.
Fróðlegt verður að sjá hvernig þeim mun ganga eftir að Grétar Ólafur Hjartarson og Gilles Mbang Ondo fá leikheimild með liðinu þann 15. júlí.
Heimild og mynd/fotbolti.net