Góður sigur Þróttar Vogum
Þróttur Vogum lék gegn Huginn í fyrstu umferð 2. deildar karla en þetta var jafnframt fyrsti leikur Þróttar í 2. deild. Leikurinn fór fram á Vogabæjarvelli í snjókomu, roki, sólskini og alls kyns veðri.
Þróttarar byrjuðu leikinn af krafti en á 18. mínútu skoraði Örn Rúnar Magnússon og Brynjar Kristmundsson skoraði síðan úr víti á 24. mínútu leiksins, Brynjar bætti við öðru marki sínu úr öðru víti á 31. mínútu og staðan því orðin 3-0 fyrir Þróttara. Ragnar Þór Gunnarsson fékk að líta gula spjaldið á 37. mínútu leiksins og heimamenn gerðu breytingu á liði sínu þgar Brynjar Kristmundsson fór út af fyrir Ísak Breka Jónsson.
Viktor Smári Segatta kom Þrótti í 4-0 á 60. mínútu en Huginn skoraði sitt fyrsta mark á 78. mínútu með marki frá Nenad Simic, sami leikmaður fékk síðan að líta rauða spjaldið á 82. mínútu og Þróttarar því manni fleiri. Kian VIðarsson kom síðan inn á fyrir Ragnar Þór Gunnarsson á 84. mínútu og Þróttarar gerðu sína síðustu skiptingu á 90. mínútu þegar Tómas Ingi Urbanic kom inn á fyrir Martein Pétur Urbanic. Jordan Chase Tyler innsiglaði síðan 5-1 sigur heimamanna með marki á 94. mínútu. Fyrsti sigur Þróttara því í höfn í ár í 2. deildinni með 5-1 sigri á heimavelli.