Góður sigur Njarðvíkinga fyrir norðan

Þór Akureyri fengu Njarðvíkinga í heimsókn í kvöld í úrvalsdeild karla í körfubolta, en Njarðvíkingar sigruðu leikinn 85-92. Terrell Vinson var stigahæstur Njarðvíkinga en hann var með 25 stig og 10 fráköst. Þá skoraði Logi Gunnarsson 22 stig og Maciek Baginski var með 15 stig.

Njarðvíkingar taka svo á móti Grindvíkingum í Ljónagryfjunni þann 17. nóvember næstkomandi.