Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður sigur Keflvíkinga
Þriðjudagur 17. júní 2008 kl. 01:15

Góður sigur Keflvíkinga

Keflavíkurstúlkur lönduðu afar mikilvægum stigum í baráttunni í Landsbankadeild kvenna með sigri á Fjölni í kvöld, 2-0.

Karen Sævarsdóttir kom Keflvíkingum yfir í byrjun fyrri hálfleiks, og stuttu síðar varði Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir vítaspyrnu.

Danka Podovac skoraði síðan seinna markið í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. Fjölnisstúlkur pressuðu fram á við undir lokin en náðu ekki að skapa sér markverð færi á meðan Keflvíkingar beittu skyndisóknum. Þær hefði getað bætt við mörkum, en voru afar sáttar með sigurinn. Lilja Íris Gunnarsdóttir, fyrirliði var komin aftur inn í liðið eftir þriggja leikja fjarveru þar sem liðið náði aðeins einu stigi. hún sagði í samtali við Víkurfréttir að sigurinn væri kærkominn.

"Þetta þurftum við alveg nauðsinlega. Þetta var dapurt hjá okkkur í síðustu tveimur leikjum en við vorum ánægðar að landa þessum sigri."

Með sigrinum hífðu Keflvíkingar sig upp í 5. sæti, en með tapi hefðu þær setið sem fastast á botni deildairnnar

"Þetta var afar mikilvægur sigur til að rífa okkur upp frá botninum og þess vegna var lika sorglegt að tapa HK. Við eigum ekki leik fyrr en eftir tvær vikur og það hefði verið svakalega leiðinlegt að fara inn í þær með enn eitt tap á bakinu."

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Sjá leikskýrslu


VF-myndir/Þorgils