Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður sigur Keflavíkurkvenna í Árbænum
Miðvikudagur 18. apríl 2007 kl. 11:44

Góður sigur Keflavíkurkvenna í Árbænum

Landsbankadeildarlið Keflavíkurkvenna gerði góða ferð í Árbæinn í Lengjubikarnum í knattspyrnu er þær lögðu Fylki 3-0. Keflavíkurkonur eru nýkomnar heim eftir 10 daga æfingaferð liðsins til Tyrklands og ljóst að dvölin ytra hefur haft góð og jákvæð áhrif á liðið.

 

Staðan að loknum fyrri hálfleik var jöfn, 0-0 en í þeim síðari brustu flóðgáttirnar og Keflavík kom inn þremur mörkum. Lilja Íris Gunnarsdóttir kom Keflavík í 1-0 og Guðný Petrína Þórðardóttir bætti við öðru markinu. Það var svo Karen Sævarsdóttir sem rak smiðshöggið er hún gerði þriðja og síðasta mark leiksins fyrir Keflavík.

 

Eftir sigurinn í gær er Keflavík í 3. sæti í A deild Lengjubikars kvenna með 6 stig. Valskonur tróna á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki en KR er í 2. sæti með jafn mörg stig og Keflavík. Næsti leikur Keflavíkurkvenna er gegn KR og fer hann fram núna á laugardag kl. 16:00 á KR velli í Vesturbænum.

 

VF-mynd/ [email protected] - Lilja Íris gerði fyrsta mark Keflavíkur í gærkvöldi gegn Fylkiskonum.

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024