Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður sigur Keflavíkur
Föstudagur 23. mars 2018 kl. 21:38

Góður sigur Keflavíkur

Keflavík mætti Haukum á Ásvöllum í átta liða úrslitum í Domino´s-deild karla í körfu í kvöld. Leikurinn endaði með sigri Keflvíkinga og staðan í einvíginu er núna 2-1 fyrir Hauka og má búast við hörkuleik þegar liðin mætast í fjórða sinn í einvíginu.

Keflvíkingar mættu ákveðnir til leiks í kvöld eftir síðasta leik þar sem að lokatölur leiksins réðust á lokasekúndu leiksins eftir svakalega körfu frá Kára Jónssyni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík leiddi í hálfleik 37-41. Haukar mættu töluvert ákveðnari í seinni hálfleikinn og fór hetja þeirra í síðasta leik, Kári Jónsson í gang og skoraði nokkra þrista. Guðmundur Jónsson var besti leikmaður Keflavíkur í kvöld, hann var með 20 stig en á lokamínútum leiksins skiptust liðin á forystu í leiknum og ekki var minni spenna á lokasekúndunum í kvöld, frekar en í síðasta leik. Keflavík náði að hefna fyrir síðasta leik í lokin og endaði leikurinn með sigri Keflvíkinga og voru lokatölur leiksins 78-81.

Keflavík tekur á móti Haukum þann 26. mars nk. í TM höllinni kl. 19:15.

Stigahæstu leikmenn Keflavíkur voru, Guðmundur Jónsson 20 stig og 4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 17 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 10 stig, Magnús Már Traustason 10 stig og 5 fráköst, Dominique Elliott 8 stig og 5 fráköst og Christian Dion Jones 8 stig og 8 fráköst.

Stigahæstu leikmenn Hauka voru,  Paul Anthony Jones III 21 stig og 11 fráköst, Kári Jónsson 17 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 14 stig, Kristján Leifur Sverrisson 12 stig og  Emil Barja 5 stig og 9 fráköst.