Góður sigur Keflavíkur
Keflavík mætti Snæfelli í Domino´s deild kvenna í dag en deildin er byrjuð aftur eftir gott jólafrí. Lið Keflavíkur kom heim með góðan sigur en lokatölur leiksins urðu 53-80, sannkallaður stórsigur Keflavíkur. Brittanny Dinkins var sem áður atkvæðamikil í liði Keflavíkur og munaði litlu að hún nældi sér í þrennu.
Stigahæstu leikmenn Keflavíkur voru Brittanny Dinkins með 27 stig,7 fráköst og11 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir með 14 stig, Birna Valgerður Benónýsdóttir með 9 stig og 4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir með 8 stig og 11 fráköst.