Góður sigur í fyrri leik undanúrslita
Keflavík bar sigurorð af liði Þróttar á Valbjarnarvelli í fyrri leik liðana í undanúrslitum 1.deildar kvenna á laugardaginn.
Sigur Keflavíkur var öruggari en tölurnar gefa til kynna, en þær leiddu 4-1 í hálfleik en fengu tvö mörk á sig í seinni hálfleik þegar þær höfðu dregið sig aftar á völlinn.
Keflavík hóf leikinn með miklum krafti og kom Guðný Þórðardóttir þeim yfir eftir að hafa komist ein inn fyrir vörn Þróttar. Ólöf Pálsdóttir kom Keflavík svo í 2-0 þegar hún komst í gegnum vörn Þróttar.
Heimastúlkur minnkuðu muninn með slyslegu marki en Keflavík lét það ekki slá sig út af laginu og settu tvö mörk áður en fyrri hálfleikur var allur og voru Guðný og Ólöf aftur að verki með sitthvort markið.
Seinni hálfleikur þróaðist þannig að Keflavík dró sig aftar á völlinn til að ná að halda fengnum hlut og jók það pressu Þróttara á mark Keflavíkur og áður en leik lauk hafði Þróttur náð að setja tvö mörk og minnka muninn í eitt mark.Sigur Keflavíkur var góður og gefur liðinu gott forskot í seinni leik liðana en þó hleyptu þær Þrótti óþarflega nálægt sér.
Í hinum undanúrslitaleik 1. deildar sigraði lið ÍA lið Sindra með 8 mörkum gegn engu á Hornafirði.
Keflavík og Þróttur eigast við öðrum sinni annað kvöld kl.18 á Keflavíkurvelli. Stuðningsmenn liðsins eru hvattir til að mæta á völlinn og styðja stúlkurnar til sigurs. Komist þær í úrslitaleikinn eiga þær góða möguleika á að komast upp um deild því að sigurliðið þar kemst sjálfkrafa upp á meðan tapliðið mun spila við liðið í 7. sæti Landsbankadeildarinnar.
Mynd úr safni
Sigur Keflavíkur var öruggari en tölurnar gefa til kynna, en þær leiddu 4-1 í hálfleik en fengu tvö mörk á sig í seinni hálfleik þegar þær höfðu dregið sig aftar á völlinn.
Keflavík hóf leikinn með miklum krafti og kom Guðný Þórðardóttir þeim yfir eftir að hafa komist ein inn fyrir vörn Þróttar. Ólöf Pálsdóttir kom Keflavík svo í 2-0 þegar hún komst í gegnum vörn Þróttar.
Heimastúlkur minnkuðu muninn með slyslegu marki en Keflavík lét það ekki slá sig út af laginu og settu tvö mörk áður en fyrri hálfleikur var allur og voru Guðný og Ólöf aftur að verki með sitthvort markið.
Seinni hálfleikur þróaðist þannig að Keflavík dró sig aftar á völlinn til að ná að halda fengnum hlut og jók það pressu Þróttara á mark Keflavíkur og áður en leik lauk hafði Þróttur náð að setja tvö mörk og minnka muninn í eitt mark.Sigur Keflavíkur var góður og gefur liðinu gott forskot í seinni leik liðana en þó hleyptu þær Þrótti óþarflega nálægt sér.
Í hinum undanúrslitaleik 1. deildar sigraði lið ÍA lið Sindra með 8 mörkum gegn engu á Hornafirði.
Keflavík og Þróttur eigast við öðrum sinni annað kvöld kl.18 á Keflavíkurvelli. Stuðningsmenn liðsins eru hvattir til að mæta á völlinn og styðja stúlkurnar til sigurs. Komist þær í úrslitaleikinn eiga þær góða möguleika á að komast upp um deild því að sigurliðið þar kemst sjálfkrafa upp á meðan tapliðið mun spila við liðið í 7. sæti Landsbankadeildarinnar.
Mynd úr safni