Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður sigur hjá Grindvíkingum
Anna Þórunn var á skotskónum. Í textanum má sjá mynd af Ingibjörgu Yrsu.
Laugardagur 25. maí 2013 kl. 07:40

Góður sigur hjá Grindvíkingum

Skelltu KR á útivelli í fyrsta leik

Grindvíkingar byrjuðu sumarið af krafti í 1. deild kvenna en þær gerðu sér lítið fyrir og sigruðu KR-inga á heimavelli þeirra röndóttu, 3-4.

Grindvíkingar komust í 0-2 með mörkum frá Söru Hrund Helgadóttur og Ingibjörgu Yrsu Ellertsdóttur. KR náði svo að minnka muninn áður en Anna Þórunn Guðmundsdóttir kom Grindavík í 1-3. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Anna Þórunn var aftur á ferðinni þegar hún jók forystu Grindvíkinga í 1-4 en KR-ingar játuðu sig ekki sigraða. Þær minnkuðu muninn í 3-4 og sóttu svo af miklum þunga allt til leiksloka. Grindvíkingar náðu þó að halda fengnum hlut og lönduðu sigri.