Góður sigur Grindavíkur

Grindavík mætti Ármanni í lokaleik sínum í 1. deild kvenna í gærkvöldi og endaði leikurinn með sigri Grindavíkur og urðu lokatölur leiksins 76-43.
Ólöf Rún óladóttir, 16 ára leikmaður Grindavíkur átti góðan leik í gær en hún skoraði 27 stig í leiknum.

Umspil í undanúrslitum er framundan í 1. deild kvenna í körfu og mætir Grindavík KR en KR eru deildarmeistarar 1. deildar kvenna í ár og hafa ekki tapað leik í deildinni. Grindavík átti góðan leik gegn KR á dögunum og því verður spennandi að fylgjast með ungu stelpunum í undanúrslitum.

Stigahæstu leikmenn Grindavíkur voru: Ólöf Rún Óladóttir 27 stig, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 12 stig, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 10 stig og 7 fráköst, Arna Sif Elíasdóttir 6 stig og 6 fráköst, Angela Björg Steingrímsdóttir 6 stig, Andra Björk Gunnarsdóttir 5 stig og 4 fráköst, Elísabet María Magnúsdóttir 4 stig og 7 fráköst, Svanhvít Ósk Snorradóttir 3 stig og 8 fráköst og  Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 3 stig.