Góður sigur Grindavíkur
Grindavík og Þór Þorlákshöfn mættust í kvöld í sannkölluðum Suðurstrandaslag í Domino´s- deild karla í körfu. Grindavík fór með sigur af hólmi og urðu lokatölur leiksins 83-104. Grindavík leiddi leikinn í hálfleik og var staðan þegar flautað var til hálfleiks 33-56 og leiddi Grindavík með 23 stigum þegar liðin gengu inn í klefa í hálfleik.
Stigahæstu leikmenn Grindavíkur voru J'Nathan Bullock með 19 og 7 fráköst, Ólafur Ólafsson með 18 stig og 7 fráköst, Dagur Kár Jónsson með 17 stig og 6 stoðsendingar og Þorsteinn Finnbogason með 16/ stig og 8 fráköst.