Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður sigur gegn Stjörnunni
Laugardagur 6. febrúar 2016 kl. 15:09

Góður sigur gegn Stjörnunni

Grindvíkingar áttu ekki í teljandi erfiðleikum með Stjörnumenn sem sitja í þriðja sæti Domino's deildar karla í körfubolta, þegar liðin áttust við í Grindavík í gær. Heimamenn unnu 78:65 sigur þar sem Jón Axel Guðmundsson skoraði 25 stig. Leikurinn var nokkuð jafn en Grindvíkingar voru yfirleitt skrefinu á undan. Grindvíkingar eru ekki enn komnir í sæti sem tryggir þátttöku á úrslitakeppni en þessi sigur gefur þeim vissulega byr undir báða vængi hvað varðar framhaldið. Liðið er í nínunda sæti en með 14 stig líkt og næstu tvö lið ofar í töflunni.

Staðan í deildinni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Charles Garcia skoraði 22 fyrir Grindavík stig en sjá má tölfræði úr leiknum hér.