Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður sigur gegn Írum
Laugardagur 23. september 2006 kl. 20:52

Góður sigur gegn Írum

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik lagði Íra 68-56 í B-deild Evrópukeppninnar í dag. Helena Sverrisdóttir átti góðan leik fyrir íslenska liðið og gerði 20 stig, tók 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Með sigrinum er íslenska liðið í 3. sæti í sínum riðli og er enn er möguleiki á því að vinna sæti í A-deild en síðari hluti riðlakeppninnar fer fram á næst ári.

Staðan í hálfleik var 35-22 Íslandi í vil en í síðari hálfleik gerðu Írar nokkrar góðar tilraunir til þess að jafna leikinn en íslenska liðið stóðst áhlaupið og hafði að lokum sigur, 68-56.

Helena Sverrisdóttir gerði 20 stig en þær Birna Valgarðsdóttir og Signý Hermannsdóttir gerðu báðar 12 stig í dag.

VF-mynd/ [email protected] – Signý Hermannsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024