Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður Njarðvíkursigur á Teiti og félögum
Laugardagur 27. mars 2010 kl. 09:14

Góður Njarðvíkursigur á Teiti og félögum

Njarðvíkingar unnu í kvöld öruggan sigur á Stjörnumönnum í Ásgarði, 64-76 í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum í Iceland Express deild karla í gærkvöldi. Lokatölur urðu 64-76 og Njarðvíkingar náðu sér vel á strik eftir dapurt gengi að undanförnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Jóhann Árni Ólafsson sem Njarðvíkingar hafa „beðið“ eftir að færi í gang í vetur, fór í gang og skoraði 21 stig. Nick Bradford skoraði 13. Teitur og félagar í Stjörnunni áttu ekkert svar við leik Njarðvíkinga. Næsti leikur er á mánudag í Ljónagryjunni.

,,Við erum uppteknir af því að spila góða og skemmtilega vörn og það gekk vel. Við vorum að mæta góðu liði og erum því ánægðir með okkar árangur hér. Stjarnan er með heilsteypt og flott lið og tapa ekki oft á heimavelli, þetta var því fín byrjun hjá okkur en svo er það bara búið,“ sagði Sigurður til að árétta að það væri aðeins einn leikur að baki.

Magnús Þór Gunnarsson fékk að spreyta sig í leiknum en hann hefur verið fjarverandi sökum meiðsla og bjóst sjálfur ekki við því að mæta fyrr en í leik liðanna í Ljónagryfjunni. ,,Hann var spenntur fyrir því að fá að spreyta sig og hann komst óskaddaður frá þessu og vonandi gerist bara meira í næsta leik,“ sagði Sigurður en hvað ber mánudagurinn í skauti sér?

,,Ég hef fína tilfinningu fyrir næsta leik, þessi leikur í kvöld hjálpar okkur ekki þar og síðustu tveir leikir í Njarðvík voru ekkert sérstakir en Njarðvíkingar eru vanir yfir höfuð að spila vel í Ljónagryfjunni, það er bara svoleiðis.“