Góður lokasprettur Grindvíkinga skilaði sigri
Íslandsmeistararnir lögðu Njarðvíkinga
Grindvíkingar höfðu betur gegn Njarðvíkingum í Domino´s deild karla í körfubolta, í jöfnum og spennandi leik í kvöld. Lokatölur uðru 79-75 Grindvíkingum í vil en lokaspretturinn var spennandi í Röstinni í Grindavík. Njarðvíkingar höfðu nauma forystu bróðurpart leiksins en Grindvíkingar voru aldrei langt undan. Í loka leikhlutanum reyndir Njarðvíkingum erfitt að finna sig í sóknarleiknum og Grindvíkingar náðu að sigla framúr. Heimamenn náðu svo að halda fengunum hlut og krækja í stigin tvö.
Nýi leikmaðurinn hjá Grindavík Earnest Lewis Clinch Jr. er heldur betur að koma sterkur inn en hann hefur leikið afbragðsvel síðan hann kom til liðsins fyrir skömmu. Hann skoraði 26 stig í leiknum í kvöld en Jóhann Árni Ólafsson gerði svo 19 stig fyrir Grindvíkinga.
Hjá Njarðvíkingum var Nigel Moore atkvæðamestur en hann skoraði 19 stig. Þeir Logi Gunnarsson og Elvar Már Friðriksson skoruðu svo 15 og 12 stig. Tölfræði leiks má sjá hér að neðan.
Grindavík-Njarðvík 79-75 (20-23, 21-18, 15-21, 23-13)
Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 26/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 19/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/13 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 8/10 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 8/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4, Ólafur Ólafsson 2/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Nökkvi Harðarson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Hilmir Kristjánsson 0.
Njarðvík: Nigel Moore 19/9 fráköst, Logi Gunnarsson 15, Elvar Már Friðriksson 12/8 fráköst/8 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 10/4 fráköst, Ágúst Orrason 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 4, Egill Jónasson 2, Óli Ragnar Alexandersson 2, Friðrik E. Stefánsson 2/8 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 2, Magnús Már Traustason 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0.