Góður lokasprettur Grindvíkinga gegn ÍR
Grindvíkingar eru komnir áfram í bikarkeppni karla í körfubolta eftir 93:86 sigur á ÍR í 16-liða úrslitum Maltbikarsins. Þeir eru eina Suðurnesjaliðið sem er enn í keppninni. Grindvíkingar voru reyndar seinir í gang og gestirnir frá Breiðholti leiddu í hálfleik 46:57. Það var ekki fyrr en að sex mínútur voru eftir að leiknum að Grindvíkingar jöfnuðu og komust yfir, en ÍR náði mest 18 stiga forystu í leiknum.
Lewis Clinch skilaði 20 stigum fyrir Grindavík og Ólafur Ólafsson skoraði 16. Annars dreifðist skorið nokkuð jafnt.
Grindavík-ÍR 93-86 (23-35, 23-22, 17-15, 30-14)
Grindavík: Lewis Clinch Jr. 20/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 16/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 14, Þorleifur Ólafsson 13/10 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 12, Ómar Örn Sævarsson 11/16 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 7, Þorbergur Ólafsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Hamid Dicko 0, Magnús Már Ellertsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0.
ÍR: Quincy Hankins-Cole 26/6 fráköst/3 varin skot, Kristinn Marinósson 22/9 fráköst, Sveinbjörn Claessen 18/4 fráköst, Trausti Eiríksson 6/9 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 6/6 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 5, Matthew Hunter 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 1, Hákon Örn Hjálmarsson 0, Hjalti Friðriksson 0, Daði Berg Grétarsson 0, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 0.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Steinar Orri Sigurðsson