Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður heimasigur í skemmtilegum leik
Mánudagur 17. október 2005 kl. 11:29

Góður heimasigur í skemmtilegum leik

Keflavík lagði Skallagrím með öruggum hætti í Iceland Express-deild karla í gær. Lokatölur í þessum skemmtilega leik í Sláturhúsinu voru 105-96.

Leikurinn var jafn í upphafi en heimamenn leiddu eftir fyrsta leikhluta, 24-20. Í öðrum leikhluta náðu Borgnesingar forystunni í skamma stund, en Keflvíkingar náðu undirtökunum á ný og slepptu henni aldrei eftir það.

Staðan í hálfleik var 54-46 og fyrir síðasta leikhlutann var staðan 80-70. Á lokasprettinum var aldrei spurning um hvernig færi, því Keflvíkingar héldu muninum í kringum 10 stigin allt til enda.

Jón Norðdal átti sérlega góðan leik og skoraði 24 stig og tók 9 fráköst þrátt fyrir að leika aðeins í 25 mínútur vegna villuvandræða.
Í viðtali við Víkurfréttir eftir leikinn þakkaði hann meðspilurum sínum. „Ég var að fá mikið af góðum sendingum bæði úr kerfum og úr hraðaupphlaupum sem skiluðu þessum stigum. Arnar Freyr var sérstaklega duglegur við að finna mig, en mér fannst allt liðið bara vera að leika vel í kvöld.“

Tölfræði leiksins

Video: Myndskeið úr leiknum

Vf-Mynd/Þorgils, fleiri myndir í myndasafni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024