Góður Grindavíkursigur gegn FH
				
				Grindvíkingar sigruðu FH, 2-1, á heimavelli í Símadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Mörk heimamanna gerðu Óli Stefán Flóventsson en annað mark þeirra var sjálfsmark. Þá gerði Keflavík jafntefli við KR á útivelli 2-2 en þeir voru miklu sterkari aðilinn í leiknum. Haukur Ingi Guðnason og Hólmar Örn Rúnarsson skoruðu mörk Keflavíkur.Grindvíkingar eru í þriðja sæti í deildinni með 22 stig en Keflavík er í því sjöunda með 16 stig. 
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				