Góður Grindavíkursigur
Grindavík sigraði í gærkvöld Njarðvík, 57-75, í Njarðvík í 1. deild kvenna í körfubolta. Jovana Stefánssdóttir var með 14 stig og fimm stoðsendingar fyrir Grindavík, Sandra Guðlaugsdóttir 13 stig, Petrúnella Skúladóttir 12 stig og 5 stolna bolta, Sólveig Gunnlaugsdóttir 11 stig og 5 stolna bolta og Jessica Gaspar með 10 stig, 17 fráköst og 5 stoðsendingar á þeirri 21 mínútu sem hún spilaði. Hjá Njarðvík voru Rannveig Randversdóttir og Gurðún Ósk Karlsdóttir með 13 stig hvor og Guðrún með 15 fráköst að auki. visir.is greindi frá.