Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður árangur unglingaliðanna á NM
Mánudagur 9. maí 2005 kl. 09:30

Góður árangur unglingaliðanna á NM

Íslensku unglingalandsliðin í körfuknattleik unnu til tveggja silfurverðlauna og einna bronsverðlauna á lokadegi NM unglingalandsliða sem fram fór í Svíþjóð í gær. Báðir úrslitaleikirnir töpuðust þar sem strákarnir í U-16 töpuðu 64-60 á móti Svíum og U-18 stelpurnar töpuðu með 22 stigum - einnig gegn Svíum. U-18 drengir unnu Noreg í leik um 3. sætið og U-16 stelpur lentu í 4. sæti.

Árangurinn staðfestir stöðu Íslands sem ein af sterkari þjóðunum í unglingflokkum, enda léku krakkarnir afar vel. Sérstaka athygli vakti frammistaða U-16 liðsins, en Hjörtur Hrafn Einarsson, Þröstur Leó Jóhannsson og Rúnar Ingi Erlingsson áttu allir mjög góða leiki svo fáeinir séu þar nefndir.

Frekari upplýsingar á heimasíðu KKÍ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024