Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður árangur sundkrakka á UL í Vík
Fimmtudagur 11. ágúst 2005 kl. 11:53

Góður árangur sundkrakka á UL í Vík

Alls fóru 10 keppendur frá Sunddeild Keflavíkur á Unglingalandsmótið í Vík í Mýrdal. Góður árangur náðist en alls unnu krakkarnir 12 gull, 6 silfur, 7 bronsverðlaun silfurverðlaun í einstaklingsgreinum auk þess að vinna 6 gull og 1 silfur í boðsundum.

Þar af var Hermann Bjarki Níelsson með 4 gull, Eyþór Ingi Júlíusson með 1 gull og 2 brons, Jóna Helena Bjarnadóttir með 3 gull, 1 brons, Marín Hrund Jónsdóttir með 2 gull 2 silfur, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson með 1 gull 3 silfur og 2 brons, Tinna Rún Kristófersdóttir 1 gull, 1 silfur og 1 brons, Íris Guðmundsdóttir 1 brons að ótöldu boðsundum.

Í boðsundum sigraði sveitir Keflavíkur í 4x33m fjórsundi pilta skipaða Davíð Hildiberg, Hermann Bjarki, Eyþór og Sigurður Freyr og stúlkur unnu silfur í þeirri sveit voru Íris, Jóna, Tinna, Stefanía, svo synti Hanna Björg Hilmarsdóttir í blandaðri sveit í meyja flokki og sigruðu.

Í 4x33m skriðsundi vann sveit Keflavíkur í stúlknaflokki og í blönduðum sveitum í pilta- og sveinaflokki, en leyfilegt er að blanda saman boðsundssveitum á milli liða á Landsmótum svo allir geti verið með og er Ungmannafélagsandinn þannig í hávegum hafður.

Mynd/Stund milli stríða hjá krökkunum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024