Góður árangur Reynis/Víðis á Gothia Cup
Fótboltakrakkarnir í 3. flokki Reynis/Víðis eru aldeilis að gera það gott á Gothia Cup í Svíþjóð þessa dagana.
Strákarnir eru komnir í A-úrslit og byrja í útsláttarkeppninni á morgun. Þeir komust taplausir upp úr sínum riðli og skildu m.a. eftir sterkt enskt lið og voru þeir alls ekki sáttir við að láta Íslendinga slá sig út!
Þeir leika gegn FC Ajax frá Tallin á morgun.
Stelpurnar leika sinn síðasta leik í riðlinum í dag og kemur þá í ljós hvort þær fari í A- eða B-úrslit, en þær hafa hingað til unnið einn leik og gert eitt jafntefli.
„Þetta er búið að vera ótrúlega gaman,“ sagði Elvar Grétarsson, þjálfari strákanna, þegar Víkurfréttir heyrðu í honum í morgun. „Hér er ótrúlegur fjöldi fólks saman kominn. Keppendur eru 30.000 í 1510 liðum frá um 60 þjóðlöndum þannig að hér er mikið að gerast.“ Elvar sagði allt hafa farið vel fram og mótið sé vel skipulagt, enda er þetta 30 árið í röð sem mótið er haldið.
Strákarnir eru komnir í A-úrslit og byrja í útsláttarkeppninni á morgun. Þeir komust taplausir upp úr sínum riðli og skildu m.a. eftir sterkt enskt lið og voru þeir alls ekki sáttir við að láta Íslendinga slá sig út!
Þeir leika gegn FC Ajax frá Tallin á morgun.
Stelpurnar leika sinn síðasta leik í riðlinum í dag og kemur þá í ljós hvort þær fari í A- eða B-úrslit, en þær hafa hingað til unnið einn leik og gert eitt jafntefli.
„Þetta er búið að vera ótrúlega gaman,“ sagði Elvar Grétarsson, þjálfari strákanna, þegar Víkurfréttir heyrðu í honum í morgun. „Hér er ótrúlegur fjöldi fólks saman kominn. Keppendur eru 30.000 í 1510 liðum frá um 60 þjóðlöndum þannig að hér er mikið að gerast.“ Elvar sagði allt hafa farið vel fram og mótið sé vel skipulagt, enda er þetta 30 árið í röð sem mótið er haldið.