Íþróttir

Góður árangur Njarðvíkur á Vormóti JSÍ
Keppendur fv. Jóel, Gunnar, Guðmundur, Ægir, Ingólfur og Jana Lind
Þriðjudagur 20. mars 2018 kl. 06:00

Góður árangur Njarðvíkur á Vormóti JSÍ

Njarðvíkingar voru sigursælir á Vormóti Júdósambands Íslands sem fram fór sl. helgi í yngri flokkum.
Þar sigruðu Njarðvíkingar fjóra flokka af átta mögulegum. Þeir Ingólfur Rögnvaldsson og Daníel Dagur Árnason sigruðu sína flokka hvor, í flokki 15-17 ára, Ingólfur í flokki -73 kg og Daníel í flokki -50 kg.
Jana Lind Ellertsdóttir sigraði eftir harða keppni við andstæðing sinn í -63 kg flokki 18-20 ára og Ægir Már Baldvinsson sigraði sinn andstæðing í -66 kg flokki 18-20 ára.

Einnig komu nokkur silfur í hús þar sem Gabríel Ægir Vignisson og Jóhannes Pálsson hrepptu báðir annað sætið í flokknum 13-14 ára.
Þá krækti Gunnar Örn Guðmundsson sér í silfur í -66 kg flokki 15-17 ára og brons í -66 kg flokki 18-20 ára.
Ingólfur landaði svo þriðja sætinu í -73 kg flokki 18-20 ára en þar keppti hann í aldursflokki upp fyrir sig.
 

Public deli
Public deli