Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Góður árangur Massa á kraftlyftingarmóti
Aþena Eir Jónsdóttir, mynd UMFN.is.
Þriðjudagur 24. apríl 2018 kl. 12:10

Góður árangur Massa á kraftlyftingarmóti

Síðastliðna helgi hélt Kraftlyftingar félag Reykjavíkur Íslandsmeistaramót í klassískum kraftlyftingum og klassískri bekkpressu. Bekkpressu mótið fór fram á laugardegi og mættu 20 keppendur til leiks, 8 konur og 12 karlar. Massi átti þar þrjá keppendur og komust þau öll á verðlaunapall.

Íris Rut Jónsdóttir lyfti 65kg sem skilaði henni 2.sæti í -63kg flokki kvenna.
Sindri Freyr Arnarsson lyfti 130kg sem tryggði honum fyrsta sæti í -83kg flokki karla.
Halldór Jens Vilhjálmsson lyfti 145kg sem skilaði honum 3.sæti í -105kg flokki karla.

Kraftlyftingarmótið fór fram á sunnudeginum og mættu 32 keppendur til leiks, 12 konur og 20 karlar. Massi átti þar fjóra keppendur og komust þrjú af þeim á verðlaunapall.

Aþena Eir Jónsdóttir var að keppa á sínu fyrsta móti en hún lyfti 115kg í hnébeygju, 57,5kg í bekkpressu og 125kg í réttstöðu sem skilaði henni 3.sæti í -72kg flokki kvenna með 297,5kg í samanlögðu.

Íris Rut Jónsdóttir mætti til keppni annan daginn í röð. Hún lyfti 105kg í hnébeygju, 65kg í bekkpressu og 140kg í réttstöðu sem skilaði henni 2.sæti í -63kg flokki kvenna með 310kg í samanlögðu.

Brynjólfur Jökull Bragason var í æsibaráttu í -74kg flokki karla. Hann lyfti 200kg í hnébeygju, 120kg í bekkpressu og 212,5kg sem gerir 532,5kg í samanlögðu. Muggur Ólafsson frá Stjörnunni var einnig með 532,5kg í samanlögðu en hann vigtaðist einu kílógrammi léttari en Brynjólfur og endaði því Brynjólfur í öðru sæti í flokknum.

Hákon Stefánsson keppti í mjög sterkum -105kg flokki. Hann lyfti 210kg í hnébeygju, 125kg í bekkpressu og 230kg í réttstöðu sem skilaði honum 5.sæti með 565kg í samanlögðu.

Myndir frá mótinu má finna á Facebook síðu Massa.
 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024