Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Góður árangur Keflvíkinga
Miðvikudagur 4. nóvember 2009 kl. 08:34

Góður árangur Keflvíkinga


40 keppendur frá Taekwondo i  deild Keflavíkur tóku þátt í fyrsta bikarmóti og barnabikar TSH sem fram fór um síðustu helgi. Árangur Keflvíkinganna á mótinu var stórgóður.

Fyrri daginn kepptu 12 ára og yngri. Áttu Keflvíkingar verðlaun í flestum flokkum. Eftir daginn varð Ástrós Brynjarsdóttir valinn keppandi mótsins. Hún vann gull í formum og silfur í bardaga.

Á sunnudeginum kepptu 13 ára og eldri. Eftir daginn varð Helgi Rafn Guðmundsson valinn keppandi mótsins, með gull í formum og bardaga.

Keflvíkingar áttu bestan samanlagðan árangur og keppanda mótsins báða dagana. Þetta var því góð byrjun á keppnistímabilinu fyrir Keflavík sem hyggst halda bikarmeistaratitlinum en hann verður veittur í lok tímabilsins. Samtals áttu Keflvíkingar 39 verðlaunasæti sem er frábær árangur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024