Góður árangur Keflavíkurstúlkna á keppnisferðalagi
Kvennalið Keflavíkur í körfuknattleik náði góðum árangri á keppnisferð til Danmerkur um helgina.
Fyrir helgi unnu þær dönsku liðin SISU og Hörsholm í æfingaleikjum, en liðin eru með þeim betri í Danaveldi.
Í fyrsta leik mótsins lögðu þær sænska liðið Lobas 53-51. Yfirburðir Keflavíkurstúlkna voru mun meiri en lokatölur segja til um því þær sænsku sóttu verulega í sig veðrið á lokasprettinum.
Næst mættu stúlkurnar liði Hörsholm sem hafði þá fengið þrjá sterka leikmenn aftur, en þær eru sterkustu leikmenn landsins samkvæmt heimasíðu Keflavíkur. Þær íslensku stóðu lengi vel í Hörsholm, en í seinni hálfleik rann leikurinn þeim úr greipum og 71-42 tap var staðreynd.
Keflavíkurstúlkur sýndu svo hvað í þeim bjó í síðasta leiknum og tryggðu sér annað sætið í mótinu með sigri á SISU þar sem Rannveig Randversdóttir og María Ben Erlingsdóttir áttu góðan leik.
Með þessu afreki sýndu stelpurnar að þær standast fyllilega samanburð við lið á Norðurlöndum, en þess ber að geta að þær spiluðu án tveggja sterkra leikmanna, Birnu Valgarðsdóttur og Svövu Stefánsdóttur.
VF-mynd úr safni: Stúlkurnar fanga Íslandsmeistaratitlinum síðastliðið vor
Fyrir helgi unnu þær dönsku liðin SISU og Hörsholm í æfingaleikjum, en liðin eru með þeim betri í Danaveldi.
Í fyrsta leik mótsins lögðu þær sænska liðið Lobas 53-51. Yfirburðir Keflavíkurstúlkna voru mun meiri en lokatölur segja til um því þær sænsku sóttu verulega í sig veðrið á lokasprettinum.
Næst mættu stúlkurnar liði Hörsholm sem hafði þá fengið þrjá sterka leikmenn aftur, en þær eru sterkustu leikmenn landsins samkvæmt heimasíðu Keflavíkur. Þær íslensku stóðu lengi vel í Hörsholm, en í seinni hálfleik rann leikurinn þeim úr greipum og 71-42 tap var staðreynd.
Keflavíkurstúlkur sýndu svo hvað í þeim bjó í síðasta leiknum og tryggðu sér annað sætið í mótinu með sigri á SISU þar sem Rannveig Randversdóttir og María Ben Erlingsdóttir áttu góðan leik.
Með þessu afreki sýndu stelpurnar að þær standast fyllilega samanburð við lið á Norðurlöndum, en þess ber að geta að þær spiluðu án tveggja sterkra leikmanna, Birnu Valgarðsdóttur og Svövu Stefánsdóttur.
VF-mynd úr safni: Stúlkurnar fanga Íslandsmeistaratitlinum síðastliðið vor