Íþróttir

Góður árangur ÍRB á alþjóðlegu sundmóti
Sundlið ÍRB
Þriðjudagur 23. janúar 2018 kl. 12:28

Góður árangur ÍRB á alþjóðlegu sundmóti

Sundfólk ÍRB vann til fimm verðlauna á alþjóðlegu sundmóti, Lyngby Open í Danmörku.
Karen Mist Arngeirsdóttir varð í fyrsta sæti í 200m bringusundi, fyrsta sæti í 100m bringusundi og í þriðja sæti í 50m bringusundi.
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir varð í öðru sæti í 400m fjórsundi, og Gunnhildur Björg Baldursdóttir varð í öðru sæti í 200m flugsundi.

Mótið er fyrsta mótið á árinu og gefur þjálfurum smá innsýn í það hver staðan sé þegar keppnistímabilið í 50m laug er að hefjast. Sundtímabilið skiptist í tvö tímabil hjá íslensku sundfólki, 25m laugin fyrir áramót og 50m laugin eftir áramót og fram í júlí, samkvæmt þessum úrslitum er staðan á liðinu góð og bjart framundan.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024