Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Góður árangur ÍRB - Eva Margrét með meyjamet
Þriðjudagur 31. janúar 2017 kl. 09:43

Góður árangur ÍRB - Eva Margrét með meyjamet

Sundlið ÍRB gerði það gott á nýyfirstöðnum Reykjavíkurleikum og rökuðu inn verðlaunum. Þröstur Bjarnason vann til gullverðlauna í 400 m skriðsundi á leiknum á meðan Sunneva Dögg Robertson vann til gullverðlauna í sundi með frjálsri aðferð en hún vann einnig brons í fjórsundi. Eva Margrét Falsdóttir setti nýtt íslenskt meyjamet í 100 metra bringusundi á Reykjavíkurleikunum þegar hún synti á 1.22.93, en hún hafnaði þar í öðru sæti. Eva Margrét nældi einnig í brons í 400 m fjórsundi.

Baldvin Sigmarsson varð þriðji í 200 m bringusundi á mótinu. Þeir Fannar Snævar Hauksson og Aron Fannar Kristínarson úr ÍRB tylltu sér í efstu tvö sætin í 100 m baksundi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sundmenn úr Framtíðarhóp kepptu alla þrjá dagana á leikunum og voru með flottan árangur á mótinu. Afrekshópur sem var nýkomin frá keppni af Lyngby Open keppti eingöngu á laugardeginum og kepptu þau í fáum greinum, og sumir í greinum sem þau keppa sjaldan í.