Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góður árangur í Enduro-móti
Fimmtudagur 1. júní 2006 kl. 14:56

Góður árangur í Enduro-móti

Suðurnesjamenn gerðu góða hluti á Enduro mótinu sem var haldið um síðustu helgi. Þar komu saman 600 keppendur sem reyndu með sér í liða- og einstaklingsflokki og var að sjálfsögðu mikið um tilþrif.

600 keppendur lögðu af stað í einu þegar rásmerkið var gefið og komu Suuðurnesjamenn ansi vel frá sínu. Þeir Aron og Baldvin voru í 4. sæti og náðu 16 hringjum og var besti tími þeirra 21,35 sek. Þá voru þeir Gylfi og Ragnar í 14. sæti, en þeir voru óheppnir að lenda ekki ofar því þeir voru í 2. sæti er þeir misstu bensínlok af hjólinu og urðu eldsneytislausir. Jóhannes og Brynjar, sem er nýliði í greininni, lentu í 18. sæti sem er mjög ásættanlegt og Guðni og Magnús lentu í 110 sæti af 300 liðum.
Sannarlega frábær frammistaða hjá Suðurnesjamönnum.

Í einstaklingskeppni lenti Haraldur í 182. sæti og góður árangur náðist einnig í unglinga- og kvennaflokki. Í unglingaflokki náði Bergsteinn 4. sæti með 8 hringi og í kvennaflokki var Sara í 8. sæti með 6 hringi.

Vélhjólasportið er í miklum vexti á Suðurnesjum um þessar mundir og má þess geta að Jóhannes og Gylfi eru með æfingar í Sólbrekku á þriðjudögum og fimmtudögum. Upplýsingar má nálgast hjá Vélhjólafélaginu í síma 820 9023.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024