Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Góður árangur hjá Sleipnismönnum
    Frá einni baráttunni á mótinu.
  • Góður árangur hjá Sleipnismönnum
    Guðmundur Stefán Gunnarsson.
Mánudagur 13. október 2014 kl. 09:04

Góður árangur hjá Sleipnismönnum

- á haustmóti JSÍ um helgina.

Um helgina fór fram haustmót JSÍ sem er síðsta einstaklingsmót í fjögura móta röð JSÍ. Allir keppendur voru Njarðvík til sóma með góðri framkomu og góðum árangri, að sögn Guðmundar Stefáns Gunnarssonar, formanns Sleipnis.

Halldór Logi Sigurðsson sigraði sinn þyngdarflokk í 13-14ára aldursflokki og Ægir Már Baldvinsson gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn þyndar flokk með stórum köstum, bæði í flokki 15-17 og einnig í flokki 18-20 ára,  þrátt fyrir að vera einungis 15 ára gamall. Silfurverðlaun hlutu þau Izabela Dziedziak (13-14 ára) og Andri Freyr Baldvinsson (15-17 ára).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sex keppendur hlutu svo bronsverðlaun, þau Stefán Elías Davíðsson, Daníel Dagur Árnason, Flosi Gunnar Guðmundsson í flokki 11-12 ára, Guðjón Oddur og Jón Axel Jónasson í flokki 15-17 ára og Andri Freyr Baldvinsson hlaut brons í flokki 18-20 ára.  

Átta lið tóku þátt í þessari keppni og varð júdódeildin í öðru sæti í stigakeppni liða. Aldrei hefur náðst betri árangur ef að litið er yfir keppnistímabilið. Þar sem Sleipnir á þrjá Íslandsmeistara, þrjá vormótsmeistara, þrjá haustmótsmeistara og tvo afmælismótsmeistara. Fyrsti verðalunapeningur deildarinnar á stóru móti féll í skaut Birkis Freys Guðbjartssonar, sem vann til bronsverðlauna.

„Stórkostlegur árangur hjá stærstu júdódeild Íslands og sterkustu ef fram heldur sem horfir,“ segir Guðmundur.

Hér eru myndir frá mótinu.