Góður árangur hjá félagsmönnum AÍFS
Bikarmót RCA í rallycrossi fór fram um sl. helgi. Ekið var bæði laugardag og sunnudag og reyndi það mikið á bæði keppendur og bíla þá sérstaklega á sunnudeginum þar sem að úrhellis rigning var og leiðindar veður.
Sjö keppendur frá Akstursíþróttafélagi Suðurnesja tóku þátt í þessu bikarmóti, sex í 2000 flokki og einn í opna flokknum. Að lokum var það Ragnar B Gröndal frá AÍFS sem að bar sigur úr bítum í 2000 flokki og er bikarmeistari 2014. Í 2. sæti hafnaði Jón Gestsson og 3. sæti Skúli Pétursson. Í opna flokknum var það Steinar Kjartansson sem að sigraði en í 2. sæti var Valur F Hansson frá AÍFS.
Einnig fór fram „King of the street“ hjá Kvartmíluklúbbnum og var það Björn Sigurbjörnsson frá AÍFS sem að sigraði sinn flokk. Hann sló enn og aftur persónuleg met, setti nýtt Íslandsmet í flokki breyttra mótorhjóla, 9,016 sek. á 154,63 mílum en hann stefnir á að fara undir 9 sek. Einnig setti hann í sumar tímamet á 1/8 braut Bílaklúbbs Akureyrar 6.25 sek á rúmlega 190 km hraða.
Keflvíkingurinn Svanur Vilhjálmsson sigraði einnig í TS flokki á Mustang bifreið sinni og fagnaði Íslandsmeistaratitli.
Næsta laugardag fer fram lokaumferð í Íslandsmeistaramótinu í Rally og verða þar eknar leiðir um Dómadal og einnig um Tungnaá. Þeir Henning og Árni verða þar meðal keppanda og koma til með að stefna að því að blanda sér í toppbaráttuna þar. Hægt verður að fylgjast með tímum á tryggvi.org/rallytimes.