Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 14. október 2002 kl. 08:39

Góður árangur hjá boxurum ytra

Tveir íslenskir hnefaleikarar tóku þátt í alþjóðlegu móti í Danmörku um helgina. Þórður Sævarsson, sem keppir í millivigt, sigraði Dana í sínum bardaga. Andstæðingur hans var úrvinda eftir 3 lotur og gafst upp fyrir fjórðu og síðustu lotuna.Skúli Vilbergsson, sem keppir í léttþungavigt, keppti líka við heimamann og vann. Bardaginn var stöðvaður eftir 15 sekúndur en þá fór Daninn úr axlarlið þegar Skúli bar af sér högg hans. Samkvæmt reglum í áhugamannahnefaleikum mega keppendur aðeins taka þátt í einum bardaga á dag og er andstæðingum raðað saman eftir styrkleika. Vegna fjölda keppenda á mótinu, sem voru 300 frá 5 löndum, fengu þeir félagar því aðeins að fara einu sinni í hringinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024