Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Góður árangur Grindvíkinga á júdómóti í Bretlandi
Miðvikudagur 29. október 2014 kl. 09:08

Góður árangur Grindvíkinga á júdómóti í Bretlandi

Gunnar með gullverðlaun

Grindvíkingurinn Gunnar Jóhannsson nældi sér í gull á júdómóti sem fram fór í Bretlandi á dögunum. Gunnar keppti í flokki 40 ára og eldri í mínus 73 kg. Hann sigraði allar sínar glímur nokkuð örugglega. Fjórir keppendur fóru á mótið frá Grindavík og stóðu þeir sig allir með sóma. Björn Lúkas Haraldsson lenti í 2. sæti eftir mikla baráttu við sigurvegarann. Guðjón Sveinsson og Aron Snær Arnarsson lentu báðir í 4. sæti í sínum flokkum. Óhætt er að segja að mikil gróska hafi verið að undanförnu í júdó í Grindavík sem er að skila sér með góðum árangri á mótum. Frá þessu er greint á heimasíðu UMFG.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024