Góður árangur á sundmeistaramóti
Reykjanesbær átti fjölmarga sundmenn á verðlaunapalli um síðustu helgi þegar sundmeistaramót Íslands var haldið í Kópavogi. Íris Edda Heimisdóttir, Keflavík, vann til fernra gullverðlauna á mótinu og systir hennar Eva Dís, vann eitt gull. Yngsti Íslandsmeistarinn á mótinu er Birkir Már Jónsson, Keflavík, er aðeins þrettán ára gamall, en hann sigraði í 1500 metra skriðsundi á mótinu.Njarðvíkingurinn Sigurbjörg Gunnarsdóttir komst þrisvar sinnum á verðlaunapall. Hún sigraði í 200 metra flugsundi, varð í öðru sæti í 100 metra flugsundi og því þriðja í 200 metra skriðsundi. Þá vann Njarðvíkingurinn Jón Oddur Sigurðsson í 200 metra bringusundi.Samtals fóru Reykjanesbæingar 30 sinnum á verðlaunapall á mótinu og er það glæsilegur árangur hjá sundfólki bæjarins.