Góður árangur á Íslandsmóti líkamsræktarmanna
Íslandsmóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna sem fór fram í Háskólabíói lauk í gær. Þetta er í fyrsta skipti í 16 ár sem Íslandsmótið fer fram í Reykjavík en hefð hefur verið fyrir því að mótið sé haldið á Akureyri. Fjölmennt var í Háskólabíói bæði meðal áhorfenda og keppenda þar sem nákvæmlega 100 keppendur í ýmsum flokkum stigu á svið. Suðurnesjamenn áttu fjölda fulltrúa á mótinu sem allir stóðu sig vel. Freyja Sigurðardóttir hafnaði í öðru sæti í flokki 163 cm og hærri. Eva Lind Ómarsdóttir hafnaði einnig í öðru sæti í flokki undir 163 cm kvenna. Jakob Már Jónharðsson hafnaði í þriðja sæti í karlaflokki og Arnór Már sonur hans hafnaði einnig í þriðja sæti í unglingaflokki en hann er aðeins 17 ára. Ásdís Þorgilsdóttir hafnaði í öðru sæti 35 ára og eldri. Sara Sigmundsdóttir hafnaði í fimmta sæti í sínum flokki og Anna Steinunn Halldórsdóttir hafnaði í sjötta sæti í módelfitness kvenna. Eva Rún Helgadóttir hafnaði svo í þriðja sæti í unglingaflokki.
Eva Lind Ómarsdóttir hafnaði í öðru sæti
Jakob Már Jónharðsson hafnaði í þriðja sæti
Anna Steinunn Halldórsdóttir hafnaði í sjötta sæti í módelfitness kvenna -167 cm
Ásdís Þorgilsdóttir hafnaði í öðru sæti 35 ára og eldri
Sara Sigmundsdóttir hafnaði í fimmta sæti í sínum flokki
Arnór Már Jakobsson er lengst til hægri á myndinni
Eva Rún Helgadóttir hafnaði í þriðja sæti í unglingaflokki hún er hér á miðri mynd
VF-myndir Gunnar Einarsson- Freyja Sigurðardóttir á efstu myndinni vinstra megin hafnaði í öðru sæti að þessu sinni.