Góður árangur á haustmóti í fimleikum
- hjá Fimleikadeild Keflavíkur
Um nýliðna helgi fór fram haustmót í hópfimleikum á Selfossi. Fimleikadeild Keflavíkur sendi þangað eitt lið til keppni í 3. flokki. Var þetta fyrsta hópfimleikamótið sem þessi efnilegi hópur tók þátt í. Árangurinn var góður og hópurinn á eflaust eftir að gera góða hluti í framtíðinni. Þær enduðu í 14. sæti af 17 liðum og fengu 9,666 fyrir dýnuæfingar, 10,466 fyrir æfingar á trampólíni og svo 9,833 fyrir dansinn.