Góður árangur á fyrsta móti vetrarins
Sundfólk úr ÍRB keppti á haustmóti Ármanns um helgina. Góður árangur náðist í hinum ýmsu keppnisgreinum og stórar bætingar komu í þónokkrum sundum. Þrír elstu flokkarnir fóru til keppni á mótið og aldursflokkurinn tíu ára og yngri gerði sér lítið fyrir og bætti tíu ára gamalt innanfélagsmet í blönduðu 4x50 metra skriðsundi. Greinilega efnilegir sundmenn framtíðarinnar. Sveitan skipuðu þau Kristinn Freyr Guðmundsson, Franciszek Adam Czachorowski, Svan Run Imsland og Dea Nikolla.