Góður árangur á bikarmóti FSÍ
Bikarmót FSÍ var haldið helgina 6.-7. mars. Fimleikadeild Keflavíkur sendi 12 stúlkur í tveimur liðum til þátttöku á mótið. Mótið er liðakeppni og stóð yfir bæði laugardag og sunnudag. Stúlkurnar kepptu í 4. og 5. þrepi íslenska fimleikastigans og stóðu sig með prýði og hreppti 4. þreps liðið 2. sæti á mótinu sem telst nokkuð góður árangur. Þjálfara stúlknanna eru þau Ionela Loaies og Robert Bentia.
Lið Gerplu var í 1. sæti og Ármann í því þriðja.
Lið Gerplu var í 1. sæti og Ármann í því þriðja.