Goðsögnin Guðni mætti á æfingu hjá Keflavík
Það var ekki amaleg heimsóknin sem leikmenn Inkasso-liðs Keflavíkur í knattspyrnu fengu í vikunni þegar gamla goðsögnin, Guðni Kjartansson, fyrrverandi fyrirliði gullaldarliðs Keflavíkur mætti á æfingu hjá liðinu sem gestaþjálfari.
Guðni átti langan og farsælan feril sem fyrirliði og síðar þjálfari hjá Keflavík, landsliðum Íslands og fleiri liðum eftir að hann hætti að leika sjálfur. Keflvíkingar voru mjög ánægðir með þessa óvæntu heimsókn Guðna en hann sagði leikmönnum til og hvernig þeir gætu bætt sig að því er kemur fram á Facebook síðu liðsins. Myndirnar eru þaðan.
Víkurfréttir tóku ítarlegt viðtal við Guðna fyrir nokkru síðan sem má sjá hér.