Góðir Suðurnesjaboxarar á Diploma-móti
Tuttugu og átta þátttakendur mættu á Diploma-boxmót hjá Hnefaleikafélagi Reykjanesbæjar um síðustu helgi.
Tæpur helmingur þátttakenda var frá HFR, sjö strákar og sex stelpur. Hnefaleikafélög frá Hafnarfirði, Reykjavík og Akureyri sendu keppendur einnig á mótið. Hnefaleikakappar frá HFR sýndu mikla yfirburði allt mótið og sópuðu að sér verðlaunum undir lokin fyrir frammistöðu sína.
Þetta var fyrsta Diploma-mót ársins og líklega það síðasta í gömlu sundhöllinni en Hnefaleikafélag Reykjaness stefnir á að flytja starfsemi sýna yfir í Bardagahöllina á Smiðjuvöllum á næstu mánuðum.