Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 9. febrúar 2000 kl. 16:34

Góðir Grindjánar!

Topplið Grindvíkinga bætti rós í hnappagatið með því að leggja KR-inga 59-54 í úrslitaleik Renault-bikarkeppni KKÍ sl. laugardag. Leikurinn var ekkert augnakonfekt, að undanskildum glæsilegum lokakafla Ermolinskijs, en var þrátt fyrir það afar spennandi. Mikil barátta og afar léleg sóknarnýting einkenndi leikinn (samtals 11 af 46 úr þriggja stiga skotum) og aðeins þrír leikmenn nýttu meira en helming skottilrauna sinna, Pétur Guðmundsson 60%, Alexander Ermolinskij 50% og Keith Vassel 54%. Þegar öll sund virtust Grindvíkingum lokuð steig Ermolinskij fram fyrir skjöldu og breytti leiknum Grindvíkingum í hag, Guðlaugur Eyjólfsson kom með 5 mikilvæg stig í röð og ungir KR-ingar brotnuðu undan álaginu. Fögnuður Grindvíkinga var mikill í leikslok enda komnir með í magann af spenningi og allt útlit fyrir sigur Vesturbæinga þegar gamli maðurinn tók leikinn í sínar hendur. Stigahæstir voru Brenton 23, Pétur 13, Eyjólfur 10 og Ermolinskij 8. Hvergi betri nýting á úrslitaleiki Enginn slær Grindvíkingum við í árangri í bikarúrslitaleikjum. Þrisvar í úrslit, þrír bikartitlar til Grindavíkur. Að þessu sinni var kastið erfitt og folaldið lítt fyrir augað þótt eflaust verði úr fallegasti gæðingur þegar fram líða stundir. Lokastaðan, 59-54, var aðeins sex stigum betri en úrslitin í kvennaboltanum (59-48) og mér til efs að áður hafi úrslitaleikur karla og kvenna unnist á sömu stigatölu. Hetja í sínum fyrsta bikarsigri Þeir voru nokkrir Grindvíkingarnir sem urðu bikarmeistarar í fyrsta sinn en engum hefur þótt sigurinn jafn sætur og „gamla manninum” Alexandre Ermolinskij sem var öðrum fremur hetja leiksins. Eftir 35 mínútna sóknarmartröð Grindvíkinga tók Alex sig til, lokaði leið KR-inga að körfu Grindvíkinga og varði 5 skot á stuttum tíma. Liðið fékk sjálfstraustið, sneri leikinn úr höndum Keiths Vassel og hinna KR-inganna (sem þó lítið bar á) og heimti bikarinn til Grindavíkur. “Þetta var fyrsti úrslitaleikurinn sem ég hef leikið á mínum 8 árum á Íslandi. Andrúmsloftið minnti á leiki í Sovétríkjunum fyrir u.þ.b 15 árum síðan, stórt íþróttahúsið og mikið af fjörugum áhorfendum. Það var gaman að eiga þátt í að landa titlinum en ég vill nú lítið gera úr mínum hlut. Ég náði að verja nokkur skot og við það tók öll vörnin við sér. Keith Vassel var orðinn þreyttur og kom sér ekki inn í leikinn og ég sá að ungu strákarnir hjá KR urðu hræddir við að koma inn í vítateiginn.” Vassel góður og til fyrirmyndar Kanadamaðurinn Keith Vassel fór langleiðina með að bera KR-inga á herðunum að bikarmeistaratitlinum. Hann hitti úr 7 af 13 skotum (28 stig), öllum tólf vítum sínum og tók 17 fráköst (allt Grindavíkurliðið tók 27 fráköst) og varði 2 skot. Þakka Grindvíkingar örugglega þokkadísum sínum að KR-ingar skyldu ekki leita betur til hans á lokamínútunum. „Ég efaðist aldrei um hvorum megin sigurinn myndi lenda“ , sagði Brenton Birmingham við VF. „Jafnvel 12 stigum undir í seinni hálfleik þá trúði ég engu öðru en að við myndum sigra. Það tók skotmenn okkar rúmlega 30 mínútur að hitna en hlutirnir gengu upp þegar það skipti virkilega máli. Það er erfitt að skilgreina allt það sem Ermo færir liðinu en frammistaða hans á lokamínútunum var gulls ígildi. Hann, Gulli, Pétur og Beggi skoruðu allir mikilvæg stig á 17-4 spretti okkar í lokin.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024