Góð þátttaka í Kvennahlaupinu í Sandgerði
Góð þátttaka var í kvennahlaupinu í Sandgerði þann 18. júní s.l. Þáttakendur voru á öllum aldri og sá Aneta zúmbasnillingur um að koma fólki í rétta gírinn áður en hlaupið hófst. Þegar allir voru komnir í dúndrandi stuð var hlaupið af stað, hver á sínum hraða. Þátttakendur fengu verðlaunapening, drykk og glaðning þegar komið var í mark. Sumir skelltu sér í sund til að kæla sig niður eftir átökin.