Góð þátttaka í firmakeppni Mána
Firmakeppni Mána var haldin á Mánagrund á dögunum og var þátttaka góð. Fjölmargir komu og horfðu á menn og hesta sýna snilli sína á vellinum. Eftir keppni var boðið upp á grillaðar pylsur í reiðhöllinni og verðlaun veitt. Stjórnin þakkar styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn og öðrum sem tóku þátt við framkvæmd mótsins.
Á meðfylgjandi myndum má sjá verðlaunahafa í hinum ýmsu flokkum Úrslit má sjá hér.