Góð stemmning með Ólafíu atvinnukylfingi á Bláa Lóns mótinu í golfi
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, tók þátt í Blue Lagoon Open kvennamótinu sem haldð var á Húsatóftavelli í Grindavík þann 11. ágúst en Bláa Lónið er á meðal styrktaraðila Ólafíu Þórunnar. Mótið tókst vel og fengu öll hollin tækifæri til að slá með Ólafíu Þórunni þar sem hún var staðsett á 12. braut.
Ágústa Sverrisdóttir sigraði án forgjafar á 87 höggum en Kristín Hrönn Guðmundsdóttir GO var með flesta punkta eða 33. Tæplega 90 konur mættu til leiks.
Af Suðurnesjakonunum sem tóku þátt í mótinu varð Stefanía S. Jónsdóttir og Svanhvít H. Hammer, báðar úr Grindavík og Kartitas Sigurvinsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja jafnar í 3. sæti með 31 punkt.
Eins og sjá má á myndunum ríkti góð stemning á mótinu.