Góð staða Keflavík í fótboltanum
Keflavík sigraði Hauka, 2:0, á útivelli í eina leik 1. deildar karla í knattspyrnu sem fram fór í gærkvöldi. Magnús Þorsteinsson og Þórarinn Kristjánsson skoruðu mörkin sitt í hvorum hálfleik. Með þessum sigri styrkir Keflavík stöðu sína á toppi deildarinnar og eru með 15 stig eftir 6 umferðir.VF-ljósmynd/Hallgrímur Indriðason: Frá leik Keflavíkur og Hauka í gærkvöldi.