Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Góð helgi hjá Suðurnesjaliðunum í körfunni
Sunnudagur 7. desember 2008 kl. 13:49

Góð helgi hjá Suðurnesjaliðunum í körfunni



Keflavíkurstúlkur unnu góðan sigur á KR í Frosaskjólinu í gær með 90 stigum gegn 62. Jón Halldór Eðvaldsson segir að þetta hafi verið einn besti leikur liðsins í langan tíma.
Birna Valgarðsdóttir átt enn einn stórleikinn og sýndi að hún er ein besta ef ekki besta körfuboltakona landsins. Hún skilaði 30 stigum. Svava Ósk Stefánsdóttir var traust og skoraði 17 stig og Pálína Gunnlaugsdóttir var með 15 stig. Keflavíkurstúlkur voru í forystuhlutverkinu allan tímann en gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta þegar þær unnu þann part 8-27.

---
Keflvíkingar sigruðu lið Tindastóls í Toyota höllinni sl.föstudagskvöld með 93 stigum gegn 75 í Iceland Express deildinni í körfubolta. Sigurður Þorsteinsson fór hamförum í leiknum og skoraði 28 stig og tók tíu fráköst og var annað sjá til risans en gegn Njarðvík sl. sunnudag.

---
Nágrannarnir úr Njarðvík fóru í Kópavoginn og unnu þar frábæran sigur eftir tvíframlengdan leik 103-107. Magnús Þór Gunnarsson kann orðið ágætlega við sig í Njarðvíkurbúningi en hann skoraði 32 stig í þessum mikla leik. Logi Gunnarsson var með 29 stig Hjörtur Hrafn Einarsson hefur bæst í lykilleikmannahóp UMFN. Hann skoraði 25 stig.
--
Njarðvíkingurinn ungi, Jóhann Árni Ólafsson hefur verið að standa sig vel með þýska liðinu Proveo Merlins en liðið er í þýsku Pro B deildinni. Í fyrrakvöld var Jóhann enn einu sinni í byrjunarliði Merlins sem vann TSV Tröster á heimavelli 109-82. Jóhann skoraði 11 stig, var með 4 stoðsendingar og 3 fráköst. Liðið er í 3. sæti deildarinnar með 7 stiga og 4 töp.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

(Sjá mynd að neðan af Jóhanni).

Mynd uppi er af Sigurðir Þorsteinssyni, Keflvíkingi í leiknum gegn Tindastóli. Mynd/karfan.is
---