Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 1. desember 2003 kl. 09:52

Góð frammistaða í Bæjarkeppni ÍRB og SH

Barátta sveitarfélaganna um eignarrétt sinn á Kalla Bjarna Idol-stjörnu er hafin. Karl B. Guðmundsson sigraði í Idol-stjörnuleit á dögunum. Blaðið Skessuhorn á Vesturlandi greinir frá því í útsíðufrétt að Kalli Bjarni sé að upplagi Grundfirðingur, þar sé hann fæddur og hafi alist upp og að sönghæfileikarnir séu að sjálfsögðu þaðan. Vitnar blaðið til heimasíðu Grundarfjarðar í þessum efnum.
Sem kunnugt er af fréttum hefur því verið haldið fram að Kalli Bjarni sé úr Grindavík, enda kappinn búsettur þar. Sjálfur hefur Kalli Bjarni ekki dregið úr tengingu sinni við Grindavík, bæjarstjórinn hefur hampað honum í sjónvarpinu og lengi mætti telja. Nú er Kalli Bjarni að fara að ganga í gegnum það sama og Leifur Heppni Eiríksson forðum. Er hann Grundfirðingur eða Grindvíkingur. Hann er a.m.k. Íslendingur, þó svo faðir hans sé í Noregi...
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024